Persónuvernd

Persónuvernastefna
Barna og fjölskylduljósmynda

Við eigum sameiginlegra hagsmuni að gæta og okkur er því mikið í mun að tryggja öryggi persónuupplýsinga

PERSÓNUVERNDARSTEFNA BARNA- OG FJÖLSKYLDULJÓSMYNDA
Barna- og fjölskylduljósmyndir ehf., kt. 611212-1190, Núpalind 1, Kópavogi (hér eftir BFM) hefur gert eftirfarandi persónuverndarstefnu.
Persónuvernd þín skiptir BFM miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum.

SKÓLAMYNDIR
BFM fær frá skóla upplýsingar um bekk og skírnanöfn barna til að setja á bekkjarmyndir. Upplýsingarnar eru ekki notaðar til annars en að merkja bekkjarmyndir. BFM fær skráir engar aðrar persónuupplýsingar vegna skólamynda og er bekkjarlistum eytt þegar vinnslu hópmynda er lokið. Við kaup á skólamyndum eru skráðar og varðveittar persónuupplýsingar foreldra/aðstandenda sem kaupa myndir, að því marki sem nauðsynlegt er til að vegna sölu myndanna sbr. hér að neðan.
  • Ljósmyndastofan áskilur sér rétt að geta í einstaka tilvikum nýtt skólamyndir til kynningar eða við gerð upplýsingaefnis á undirsíðum ljósmyndastofunnar, enda eingöngu um efni til skýringa á vöru og þjónustu BFM. - Ekki er um prentað kynningarefni að ræða eða notkun mynda í "opnar" auglýsingar, né heldur á öðrum miðlum.

Hvaða upplýsingum er safnað og í hvaða tilgangi?
 
VIÐSKIPTAUPPLÝSINGAR
BFM safnar persónuupplýsingum um viðskiptavini að því marki sem nauðsynlegt er í viðskiptasambandi aðila. Þær persónuupplýsingar sem safnað er eru þær upplýsingar sem gefnar eru í viðskiptum aðila. Nánar tiltekið er m.a. um að ræða:
• Nafn þitt, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang.
• Kreditkortanúmer, debetkortanúmer, reikningsupplýsingar eða aðrar bankatengdar upplýsingar, sem viðskiptamenn gefa upp við viðskipti við BFM
• Viðskiptasögu þína hjá okkur.

BFM kann að nota persónuupplýsingar þínar til þess að:
• Veita þér þá þjónustu eða vörur sem þú hefur óskað eftir.
• Vinna úr beiðnum sem þú hefur komið á framfæri til okkar.
Ef ekki er lengur þörf á upplýsingunum eða lög kveða á um eyðingu þeirra, verða upplýsingarnar gerðar ópersónugreinanlegar og/eða þeim eytt.

Varðveisla ljósmynda:
Ljósmyndir sem félagið tekur eru geymdar í gagnagrunni félagsins.
Afrit ljósmyndar í takmörkuðum gæðum er notað í vefverslun félagsins. Aðgangur takmarkast við einstaklinga úr sömu myndatöku/hóp. Afrit í vefverslun er einungis aðgengilegt í takmarkaðan tíma meðan viðskiptavinum gefst færi á skoða og kaupa myndir.

Hvenær deilum við persónuupplýsingum með þriðja aðila?
BFM kunna að deila upplýsingum um þig með eftirfarandi aðilum:
• Yfirvöldum, s.s. stjórnvöldum, dómstólum og löggæsluyfirvöldum.
• Greiðslumiðlunarfyrirtæki
• Sérfræðingum okkar s.s. lögfræðingum og endurskoðendum.

Persónuupplýsingum er einungis deilt að því marki sem þörf krefur og þegar fyrir hendi er lagaskylda, brýn þröf til að vernda hagsmuni okkar, þína hagsmuni og/eða hagsmuni viðskipavina okkar, eða deiling upplýsinga er nauðsynleg til að efna samning eða veita þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir.

Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?
Persónuupplýsingar eru geymdar í aðgangstýrðum tölvukerfum þar sem passað er upp á að einungis þeir sem þurfa að hafa aðgang að gögnum hafi aðgang.

Þín réttindi gagnvart okkur?
Þú hefur rétt á því að fá upplýsingar frá okkur um það hvernig persónuupplýsingar þínar eru nýttar af okkur og hvaða upplýsingar við höfum um þig. Þú hefur einnig rétt á því að uppfæra upplýsingar um þig þannig að þær séu réttar, óska eftir leiðréttingum eða að upplýsingum um þig sé eytt, enda sé ekki lengur ástæða til þess að við geymum þær. Að sama skapi getur þú óskað eftir því að fá upplýsingar um þig afhentar

Annað:
Vakni upp spurningar eða athugasemdir í tengslum við persónuverndaryfirlýsingu þessa eða vinnslu okkar, eða ef þú vilt kvarta yfir mögulegu broti á persónuverndarlögum skaltu hafa samband við okkur.

Myndir og minningar af þér og fjölskyldu þinni skipta okkur máli.

Gunnar Leifur Jónasson
ljósmyndari
Share by: